Orlofsbyggðin að Eiðum er 30 ára

Í tilefni af því að orlofsbyggðin að Eiðum er 30 ára verður haldin afmælishátíð þann 8.júní.

Svæðið verður opið gestum og velunnurum frá 14 - 17.

Dagskrá hátíðarinnar fer fram við hús nr. 8 í orlofsbyggðinni og hefst kl. 14:30   Ávörp, Stúlknakórinn Liljurnar, Hoppkastali og bátar til að róa á vatninu. Síðan verða sumarhúsin til sýnis.

Félagsmenn STH sem leið eiga um Eiða eru hjartanlega velkomnir. 

Hótel Edda

Hótel Eddu gistimiðarnir eru til sölu á orlofsvefnum okkar. Gildistími gistimiðanna er frá 15.maí til 1.sept. eða eftir opnunartíma hótelanna.

Heimasíða Eddu-hótelanna er  http://www.hoteledda.is 

Útilegukortið 2013 er komið í sölu

Útilegukortið 2013 er komið í sölu á skrifstofu STH. Útilegukortið kostar kr. 14.900 á almennum markaði en fyrir félagsmenn STH kostar útilegukortið aðeins kr. 9.000.

Icelandair-gjafakort

Icelandair-gjafabréfin eru komin aftur í sölu en þau seldust upp í síðustu viku.