• hellisgata1

Þingmenn bregðast ekki við gagnrýni – Hvað gerir bæjarstjórn?

Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að hækka laun sín og kjörinna fulltrúra sveitarfélagsins með hliðsjón af launahækkun alþingsmanna hefur vakið talsverða athygli. Fyrir liggur að þessar hækkanir eru ekki í anda þess rammasamkomulags sem til dæmis launahækkanir bæjarstarfsmanna tóku mið af í síðustu kjarasamningum.

Um hækkanir forsætisnefndar Alþingis er fjallað á vettvangi BSRB. Telur bandalagið að ríflegar launahækkanir sem kjararáð ákvað á síðasta ári að veita fyrst æðstu embættismönnum og síðan þjóðkjörnum fulltrúum; þingmönnum, ráðherrum og forseta Íslands sem nema tugum prósenta fyrir þessa tekjuháu hópa sé úr öllu samræmi við launaþróun annarra hópa, hvort sem er opinberra starfsmanna eða launafólks á almenna vinnumarkaðinum.

Spyrja má hvort almennt launafólk eigi eitt að bera hina margumræddu ábyrgð á stöðugleika samfélagsins? Nánar er fjallað um málið á vef BSRB sjá hér:
http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2017/02/02/Thingmenn-bregdast-ekki-vid-gagnryni/