• hellisgata1

Forsíðufréttir

Gjafabréf hjá Flugfélagi Íslands.

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur gert samning við Flugfélaga Íslands um gjafabréf í flug hjá þeim.
Gjafabréfin er einungis hægt að nota þegar bókað er á www.flugfelag.is upp í öll almenn fargjöld sem eru bókanleg þar hverju sinni.  
Gjafabréfin er hægt að kaupa á orlofsvefnum okkar í gegnum heimasíðuna www.sthafn.is 
Þegar gjafabréf hefur verið gefið út er ekki hægt að skila því og fá endurgreitt hjá Flugfélagi Íslands eða Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar. Gjafabréfin gilda í 2 ár frá útgáfudegi.

Yfirlýsing frá BSRB sem skorar á kjararáð að endurskoða hækkanir

 

BSRB mótmælir harðlega þeirri ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands um tugi prósenta og skorar á kjararáð að endurskoða ákvörðun sína.

Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma.

Endurskoða þarf lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins, að mati BSRB. Skilgreina þarf betur við hvaða stéttir á að miða þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyra undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði.

Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt.

Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.

Aðalfundur STH, félagið mun flytja í rýmra félagshúsnæði

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar var haldinn í gærkvöldi. Á fundinum endurnýjaði formaður félagsins Karl Rúnar Þórsson og stjórnarmennirnir Hulda B. Magnúsdóttir og Hlöðver Sigurðsson umboð sitt til áframhaldandi stjórnarstarfa fyrir félagið. Fram kom á fundinum að spennandi tímar eru framundan í starfi STH sem fjárfest  hefur í félagshúsnæði að Helluhrauni 14. Verður það húsnæði á nýju starfsári hannað og lagfært samkvæmt þörfum félagsins en rýmra og betra húsnæði mun gefa STH ýmis tækifæri til öflugri starfsemi.

Aðalfundur STH 2016

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 25.október  kl. 20:00 í sal Víðistaðaskóla, Hrauntungu 7, Hafnarfirði.
 
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
 
Félagsmenn fjölmennið!
 
Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar
 

HELGAR- OG VIKULEIGA TIL 17. FEBRÚAR 2017

 
Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 17.febrúar 2017.
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fæ

BSRB og lífeyrismálin

Kæri félagsmaður.
 
Meðfylgjandi er bréf frá formanni BSRB þar sem farið er yfir samkomulag um lífeyrismálin. Telur stjórn STH mikilvægt að félagsmenn kynni sér innihald bréfsins. Í bréfinu fer fomaður BSRB m.a. yfir lýðræðislega umræðu, sjónarmið, afgreiðslu bandalagsins og helstu atriði varðandi ávinnslu réttinda og jöfnun launa.
 
Með STH kveðju,
Karl Rúnar Þórsson
formaður
 
brefformannsbsrb

More Articles...