• hellisgata1

Forsíðufréttir

HELGAR- OG VIKULEIGA TIL 18.nóvember.

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 18.nóvember.
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær

Sumarlokun 2016

Skrifstofa STH er lokuð frá 15.júlí til 1.ágúst vegna sumarleyfa.
Opnar aftur 2. ágúst. 
 

Lausar vikur í sumar og helgarleiga til 7.okt. á orlofsvefnum

Vorum að setja þær vikur sem ekki var sótt um og gengu ekki út á netið. Þar er reglan fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær. Vikan kostar kr. 17.000. Vikuleigan er frá 3. júní til 19.ágúst. Einnig er búið að setja helgar- og vikuleigu til 7. október
Gleðilegt sumar.
 

1. maí í Hafnarfirði

Dagskrá:   1. maí hátíðarhaldanna í Hafnarfirði 2016

Kl. 13:30 Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar Strandgötu 6

kl. 14.00 Kröfuganga leggur af stað
Gengið verður upp Reykjavíkurveg, Hverfisgötu, Smyrlahraun, Arnarhraun, Sléttahraun og að Hraunseli við Flatahraun.

Kl. 14:30 Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3.
Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús.

Fundastjóri: Jóhanna M. Fleckenstein

Ávarp dagsins: Linda Baldursdóttir,varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar.

Ræða: Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

Skemmtiatriði: Sólmundur Hólm. Kitlar hláturtaugarnar.

Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknum

BSRB skoðar aðkomu að íbúðafélagi

Stjórn BSRB hefur nú til skoðunar hvort bandalagið mun koma að stofnun íbúðafélags ásamt Alþýðusambandi Íslands (ASÍ). Félagið mun verða leigufélag sem rekið verður án hagnaðarsjónarmiða. Skýrast mun á næstu vikum hvort, og þá hvernig, BSRB mun taka þátt í stofnun íbúðafélagsins.

Mikil þörf segir formaður BSRB
„Þetta er mikilvægt mál sem stjórn BSRB hefur verið með til skoðunar. Við þurfum að fara vandlega yfir alla þætti málsins áður en við tökum ákvörðun um aðkomu bandalagsins að málinu, en þörfin fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði fyrir tekjulægstu hópana ætti að vera öllum ljós," segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB.

Sjá nánar á heimasíðu BSRB: 

 http://bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2016/03/14/BSRB-skodar-adkomu-ad-ibudafelagi/

More Articles...