• hellisgata1

Forsíðufréttir

SUMARIÐ 2016

Vorum að opna fyrir umsóknir um sumarhúsin sumarið 2016. Umsóknarfrestur rennur út þann 1.apríl.
Sótt er um í gegnum heimasíðuna okkar www.sthafn.is  undir orlofsvefur. Setja inn kt.og netf. Innskrá. 
Á forsíðu orlofsvefsins er sótt um þar sem stendur Umsóknir á miðri síðunni.
 

Það er skýr andstaða við einkavæðingu heilsugæslustöðva að mati BSRB

Heilsa fólks og heilbrigði getur aldrei orðið eins og aðrar vörur á markaði. Því leggst stjórn BSRB alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva. Það ætti, að mati BSRB, að vera skýrt markmið stjórnvalda að allur mögulegur „hagnaður" af rekstri heilbrigðisþjónustu renni beint til frekari uppbyggingar þjónustunnar en ekki í vasa einkaaðila.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hyggst Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra kynna breytingar á fyrirkomulagi heilsugæslunnar í dag. Áformað er að opna þrjár nýjar heilsugæslustöðvar til viðbótar við þær sautján sem nú eru starfandi. Til stendur að stöðvarnar verði einkareknar, í meirihlutaeigu þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem þar starfa.

BSRB fagnar áformum um uppbyggingu heilsugæslunnar, sem er mikilvægur þáttur í íslenska heilbrigðiskerfinu. Bandalagið telur eðlilegt að nýjar heilsugæslustöðvar verði fjármagnaðar af almannafé eins og þær sem fyrir eru, og starfi samkvæmt sama fyrirkomulagi.

Íslenskur almenningur er að stærstum hluta andvígur einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, en fylgjandi félagslegu heilbrigðiskerfi, eins og ítrekaðar skoðanakannanir hafa sýnt fram á. Í rannsókn sem Rúnar Vilhjálmsson prófessor gerði í samvinnu við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands í fyrra kom fram að rúmlega 80% svarenda vilja að hið opinbera komi fyrst og fremst að rekstri heilsugæslustöðva. Aðeins um 1% töldu slíkum rekstri best fyrir komið hjá einkaaðilum.

Stjórn BSRB leggst alfarið gegn áformum heilbrigðisráðherra um einkavæðingu heilsugæslustöðva og kallar eftir opinberri umræðu áður en afdrifaríkar ákvarðanir eru teknar.

Hér að neðan má sækja ályktun stjórnar BSRB vegna málsins. Hún var gerð 7. desember síðastliðinn, en er enn í fullu gildi.

http://bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2016/02/25/Skyr-andstada-almennings-vid-einkavaedingu-heilsugaeslustodva/

WOW-air gjafabréf

 STH og WOW- air hafa gert samning um sölu gjafabréfa fyrir félagsmenn STH.

Samkvæmt samningnum má nota eitt gjafabréf á farþega í bókun.

 WOW-air gjafabréfin eru seld á orlofsvefnum.

 Bókunar- og ferðatímabil er 1 ár frá útgáfu gjafabréfs

WOW-air-gjafabréfin fást ekki endurgreidd af WOW-air eða STH .
WOW-air-gjafabréfin gilda í eitt ár frá útgáfudegi.

HELGAR- OG VIKULEIGA TIL 3.júní

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 3. júní.
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær

Páskar á Spáni-Laust

Húsið okkar á Spáni var að losna um páskana. Dvalartíminn er frá 22.mars - 5.apríl. Og kosta þessar tvær vikur kr. 45.000 fyrir félagsmenn STH. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu STH This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

PÁSKAR 2016 - UMSÓKNIR OG HELGARLEIGA

Vorum að opna fyrir umsóknir um páskana í sumarhúsunum okkar. Sumarhúsin eru Siggubær í Reykjaskógi, Eyrarhlíð 38 í Munaðarnesi, Amalíuborg í Stykkishólmi og Stekkjarhóll 75 í Munaðarnesi. Vegna mikilla snjóalaga verður ekki hægt að sækja um Eiðar.  Umsóknarfrestur er til 6.febrúar. 

Einnig vorum við að opna fyrir viku- og helgarleigu frá 30. mars  til 30.apríl

Orlofsvefurinn er alltaf opinn. Fyrstur bókar og greiðir vikuna eða  helgina fær.

UMSÓKNIR UM SPÁNARHÚSIÐ SUMARIÐ 2016

Vorum að opna á orlofsvefnum fyrir umsóknir um orlofshús STH og FOSS á Spáni sumarið 2016.
Úthlutin er tvær vikur í senn og kosta þær kr. 45.000.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar  2016. 

More Articles...