• hellisgata1

Forsíðufréttir

VEIÐIKORTIÐ 2016

Veiðikortið 2016 er komið í sölu á skrifstofu STH. 
Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit. Veiðikortið  2016 gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa  
Veiðikortið kostar kr. 4000  fyrir félagsmenn STH.
Nánari upplýsingar um vatnasvæði og reglur á heimasíðu Veiðikortsins www.veidikortid.is 

Kjarasamningurinn samþykktur

Kosningu félagsmanna STH um nýjan kjarasamning er lokið og var nýr samningur samþykktur með góðum meirihluta greiddra atkvæða. Um er að ræða kjarasamning með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Samningurinn var samþykktur með 89.9% greiddra atkvæða en um 30% félagsmanna greiddu atkvæði. Kosið var um samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings milli Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir.

Áður en gengið var til kosninga um samninginn var félagsmönnum boðið upp á aðgengilegt kynningarefni á heimasíðu félagsins og tvo kynningarfundi. Félagsmenn fengu „aðgangslykil" sendan með bréfapósti en atkvæðagreiðsla var rafræn.

Kynning - Nýr kjarasamningur

Kæru félagar í STH.

Hér fyrir neðan er mikilvægt kynningarefni og nýr kjarasamningur bæjarstarfsmanna í heild sinni sem við hvetjum ykkur til að kynna ykkur vel.

Kosið verður rafrænt um samninginn á tímbilinu 5. -10. desember. Félagsmenn munu fá heimsendar upplýsingar ásamt veflykli til kosningar og er fyrirkomulagið það sama og í síðustu kosningum bæjarstarfsmanna um kjarasamning.

Fyrir þá sem vilja, verður boðið upp á stuttan kynningarfund. Sá fyrri verður þriðjudaginn 1. desember milli kl. 12 og 13. Seinni fundurinn verður fimmtudaginn 3. desember milli kl. 16 og 17.  Fundirnir verða í félagshúnæði STH að Hellisgötu 16.

Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér innihald samningsins hér á heimasíðunni, taka afstöðu og kjósa í rafrænni kosningu.

Með STH kveðju,

stjórnin

 

Smellið hér: Kjarasamningur

Smellið hér: Kynning

Kjarasamningur bæjarstrafsmanna undirritaður

Um kl. 19 í kvöld föstudaginn 20. nóvember voru kjarasamningar bæjarstarfsmanna við Samband íslenskrra sveitarfélaga undirritaðir í Karphúsinu. Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir samningar við opinbera starfsmenn. Samningurinn verður fljótlega kynntur fyrir trúnaðarmönnum og félagsmönnum STH.

 

Helstu lykilatriði nýgerðs kjarasamnings:

Gildistími samningsins er frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019 og verður kynntur félagsmönnum á næstu dögum.

›Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.

›Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.

›Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014, lágmarki 2,5% hækkun sem er tryggð.

›Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.

›Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.

›Desemberuppbót hækkar um 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans.

›Persónuuppbót/desemberuppbót á samningstímanum verður sem hér segir:
Á árinu 2015 kr. 100.700.
Á árinu 2016 kr. 106.250.
Á árinu 2017 kr. 110.750.
Á árinu 2018 kr. 113.000.

 

 

AÐALFUNDUR STH 2015

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember kl. 20:00 í sal Víðistaðaskóla, Hrauntungu 7, Hafnarfirði.
 
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
 
Félagsmenn fjölmennið!
 
Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

More Articles...