• hellisgata1

Forsíðufréttir

Viðræðum við sveitarfélögin í hnút, viðræðum slitið og deilan til ríkissáttasemjara

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga sem starfa innan BSRB hafa slitið kjaraviðræðum við Kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga. Bæjarstarfsmannafélögin í kraganum þ.e. Starfsmannafélag, Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs og Suðurnesja eru aðilar að þessum viðræðum. Ekkert hefur miðað í viðræðum um launalið nýs kjarasamings síðustu þrjá sólarhringa og þar greinir aðila einkum á.

Fyrir liggur að nýgert SALEK samkomulag og leiðrétting á starfsmati er að trufla viðræðurnar. Sveitarfélögin hafa blandað löngu tímabærum og afturvirkum leiðréttingum á starfsmati inn í yfirstandandi kjarasamningagerð og vilja þannig draga úr launahækkunum á samningstímanum til að mæta kostnaði við starfsmatsleiðréttinguna. Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna hefur teygt sig eins eins langt og mögulegt er til að mæta sveitarfélögunum, t.d. með tilboði um dreifingu launahækkana á samningstímanum. Lengra verður ekki komist við samningaborðið án verkstjórnar og því hefur deilunni verið vísað til ríkissáttasemjara.

 

Samið við ríkið

Undir kvöld í gær mánudag 9. nóvember, undirrituðu bæjarstarfsmannafélögin kjarasamning við samningnefnd Ríkisins. Samningurinn er á líkum nótum og SFR stéttarfélag í almannaþjónustu gerði við ríkið.

Samningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Upphafshækkun er 25.000 kr. og prósentuhækkanir eru á hverju ári í til ársloka 2018. Sérstök eingreiðsla er fyrir árið 2019.

Samningurinn verður kynntur á næstu dögum þeim félagsmönnum STH sem starfa hjá ríkistofnunum.

Karl Rúnar Þórsson form. STH.

Stutt er í kjarasamning við ríkið en samningur torsóttari við sveitarfélögin

Samninganefnd bæjarstarfsmanna hefur í liðinni viku átt í viðræðum við viðsemjendur sína annars vegar samninganefnd ríkisins og hins vegar samninganefnd sveitarfélaganna. Góður gangur hefur verið í viðræðum við ríkið og er gert ráð fyrir undirritun kjarasamnings nú á mánudag. Samningurinn er á líkum nótum og þeir samningar sem stéttarfélög innan BSRB hafa undirritað við ríkið. Samningar eru hins vegar talsvert torsóttari við sveitarfélögin og hefur gengið á ýmsu m.a. í túlkun á svonefndu SALEK samkomulagi sem tafið hefur samningavinnuna. Ljós er hins vegar að samningaviðræðum verður haldið áfram af fullum karfti við samninganefnd sveitarfélagana í komandi viku.

 

Fréttir af kjarasamningum bæjarstarfsmanna

Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaga og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa átt nokkuð reglulega fundi síðustu vikur. Talsvert hefur hefur miðað í viðræðum um réttindahluta nýs samnings en viðræður um launaliðinn þokast hægt. Undirritað var í gær 23. september samkomulag þess efnis að afturvirkur gildistími nýs samnings verði frá 1. maí þó svo að viðræður dragist fram í október. Ljóst er hins vegar að mikil vinna er framundan næstu vikurnar við samningaborðið. 

Sjá nánar hér:  http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2015/09/24/Haegt-thokast-hja-baejarstarfsmannafelogum/

HELGAR- OG VIKULEIGA HAUST OG ÁRAMÓT.

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum  til  15. janúar  2016.
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær

Kjarasamningavinna er hafin

Bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa gert samkomulag um samstarf við gerð kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2015 og sameiginlega samninganefnd félaganna. Formaður STH tekur þátt í starfi nefndarinnar fyrir hönd Kragasamstarfsins sem nefnt hefur verið „Kragahraðlestin" er tekur til fimm bæjarstarfsmannafélaga umhverfis Reykjavík. Á samningafundum fram til þessa hefur aðeins verið fjallað um réttindaákvæði kjarasamninganna en beinar viðræður um launaliði munu fylgja í kjölfarið. Sjá nánar hér: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2015/08/21/Baejarstarfsmannafelog-funda-hja-sattasemjara/

 

SUMARLOKUN 2015

Skrifstofa STH er lokuð frá 21. júlí til 4. ágúst vegna sumarleyfa.
5.ágúst er skrifstofan opin milli kl. 12-13. 

More Articles...