• hellisgata1

Forsíðufréttir

Veiðikortið 2018

Veiðikortið 2018 er komið í sölu á skrifstofu STH. 
Veiðikortið er stílað á einn einstakling og þurfa korthafar að merkja kortið með kennitölu sinni í þar til gerðan reit. Veiðikortið  2018 gildir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa  
Veiðikortið kostar kr. 5000  fyrir félagsmenn STH.
Nánari upplýsingar um vatnasvæði og reglur á heimasíðu Veiðikortsins www.veidikortid.is  
 

STH er flutt í nýtt húsnæði á Helluhrauni 14

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur flutt starfsemi sína á Helluhraun 14 og er unnið að því næstu daga að koma félagsaðstöðu og skrifstofu fyrir á nýja staðnum. Við tökum langþráðu  rýmra húsnæði og bættu aðgengi fyrir félagsmenn fagnandi en starfsemi félagsins var í gamla húsinu að Hellisgötu frá árinu 1982.   

Aðalfundur STH 2017

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 21. nóvember  kl. 19:30 í nýju félagshúsnæði STH að Helluhrauni 14, Hafnarfirði.

 

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf

Önnur mál

 

Félagsmenn fjölmennið!

 

Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

HELGAR- OG VIKULEIGA TIL 16.FEBRUAR 2018

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 16.febrúar 2018
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær.

Opinn fundur BSRB um heilbrigðismál

BSRB býður félagsmenn og aðra áhugasama velkomna á fund undir yfirskriftinni: Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu – Hver er hagur sjúklinga?
Fundurinn fer fram þann 9. október í húsnæði BSRB við Grettisgötu 89 og hefst klukkan 12.
Birgir Jakobsson landlæknir mun opna fundinn með stuttu ávarpi.
Að því loknu mun Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og áhugamaður um íslenska heilbrigðiskerfið, flytja erindi. Yfirskrift erindis Kára er: Að hlúa að meiddum og sjúkum.
Við hvetjum allt áhugafólk um málefnið til að mæta og taka þátt. Boðið verður upp á súpu fyrir fundargesti. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.

HELGAR- OG VIKULEIGA TIL 15.desember

Vorum að opna á helgar- og vikuleigu í sumarhúsunum til 15.desember 2017.
Orlofsvefurinn er opinn allan sólarhringinn.
Fyrstur bókar og greiðir fyrstur fær.
 

More Articles...