• 1
  • 2
  • 3
  • 4

Eddu hótel

Upplýsingar um hótelin má finna á heimasíðunni  www.hoteledda.is 
Félagsmenn eru hvattir til að panta gistingu með góðum fyrirvara.

 

Image Hótel Edda Skógar
Suðurland Náttúran umhverfis Hótel Eddu Skógum er stórbrotin: Skógafoss, Fimmvörðuháls, Eyjafjallajökull og Dyrhólaey. Jafnframt eru þar fallegar gönguleiðir um grónar hlíðar.
Image Hótel Edda ML Laugavatn
Suðurland Hótel Edda ML Laugarvatn er á fallegum stað og er frábær bækistöð fyrir þá sem vilja heimsækja Geysi, Gullfoss og þjóðgarðinn á Þingvöllum.
Image
 Hótel Edda Vík
Suðurland Hótel Edda Vík kúrir undir sandsteinsbrekkunum í Vík. Frábært útsýni til sjávar og Mýrdalsjökuls.
Image Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatn
Suðurland Hótel Edda ÍKÍ Laugarvatni er á sérlega fallegum og kyrrlátum stað við vatnið. Tilvalinn staður til að láta fara verulega vel um sig í rólegu og heillandi umhverfi.
Image Hótel Edda Nesjum
Austurland Allt umhverfi Hótel Eddu Nesjum er meitlað af stærsta jökli Evrópu, Vatnajökli. Stutt er að fara í Skaftafell og Jökulsárlón.
Image Hótel Edda Neskaupstaður
Austurland Hótel Edda Neskaupstað er í grennd við austasta tanga landsins. Merk söfn eru í nágrenninu, meðal þeirra Stríðsárasafnið á Reyðarfirði og Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði.
Image
Hótel Edda Egilstaðir
Austurland Hótel Edda Egilsstöðum er í miðju Fljótsdalshéraði, grösugu og búsældarlegu.
Image

 Hótel Edda Stórutjarnir
Norðurland Hótel Edda Stórutjörnum er í alfaraleið og góð bækistöð, enda er afar margt að sjá og skoða í Þingeyjarsýslum.

Image Hótel Edda Eiðar
Austurland Hótel Edda Eiðum er gamalt skólasetur í fallegu skógivöxnu umhverfi utan skarkala þéttbýlisins. Upplagt er að fara yfir á Borgarfjörð eystri sem býr yfir fágætri fegurð, að ógleymdri álfabyggð.
Image Hótel Edda Akureyri
Norðurland Hótel Edda Akureyri er í höfuðstað Norðurlands þar sem í boði er flest það sem hugurinn girnist, sögufræg hús, söfn, lystigarður, golfvöllur, kaffihús, verslanir og þjónusta.
Image
Hótel Edda Laugarbakki
Norðurland Hótel Edda Laugarbakka er miðja vegu milli Reykjavík og Akureyrar með útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins.
Image Hótel Edda Ísafjörður
Vestfirðir Hótel Edda Ísafirði er fullkomin bækistöð fyrir þá sem eru í ævintýraleit. Ómissandi er að skoða friðlandið á Hornströndum, fara í siglingu um Jökulfirði og í fuglaskoðun í Vigur.
Image Hótel Edda Laugar í Sælingsdal
Vesturland Hótel Edda Laugum er á frægum söguslóðum þar sem fortíðin leynist í hverju spori, hverju örnefni og bæjarnafni.
   
   
   

 Sala er á orlofsvefnum okkar .