Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar  fór fram síðastliðið þriðjudagskvöld og var formaður félagsins Karl Rúnar Þórsson endurkjörinn til tveggja ára. Tveir stjórnarmenn voru í kjöri samkvæmt  útskiptireglu félagsins. Hlöðver Sigurðsson varaformaður gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa og eru honum færðar þakkir fyrir góð störf fyrir félagið. Hulda B. Magnúsdóttir var endurkjörin og Hrafnhildur  Pálsdóttir kom ný inn í stjórnina. Ný stjórn kom saman á sínum fyrsta fundi í dag og skipti með sér verkum. Karl Rúnar Þórsson formaður, Ingi Björn Jónsson varaformaður, Ingvar Reynisson gjaldkeri, Hrafnhildur Pálsdóttir ritari og  Hulda B Magnúsdóttir meðstjórnandi.

Deila frétt