Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Ályktun aðalfundar Starfsmannafélags Hafnarfjarðar 2021

Á aðalfundi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar í gær var eftirfarandi ályktun vegna styttingar vinnuvikunnar samþykkt.

Stór áfangi náðist í síðustu kjarasamningum 2020 við ríki, borg og sveitarfélög þegar samið var um styttingu vinnuvikunnar. Starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuvikuna um allt að fjóra tíma á viku. Til þess að þetta verði gerlegt þarf að eiga sér stað umbótarsamtal á vinnustöðum þar sem greining fer fram og allir möguleikar eru skoðaðir, tillögur lagðar fram og kosið. 

Því miður sýnir tölfræðin okkur það að mörg sveitarfélög á landinu hafa ekki sinnt þessu verkefni eins og kjarasamningar kveða á um.

Aðalfundur STH skorar á sveitarfélögin að standa við gildandi kjarasamninga og gefa stofnunum sínum rými til að halda áfram með vinnuna og klára þetta kjarasamningbundna tímamótaverkefni.

Deila frétt