Baráttufundur BSRB í Bæjarbíói miðvikudaginn 31. maí kl 17:30
Kæru félagsmenn. Baráttufundur BSRB verður haldinn í Bæjarbíó Hafnarfirði miðvikudaginn 31. maí kl. 17:30-18:30. Sveitarfélög landsins neita enn að leiðrétta launamisrétti gegn starfsfólki sínu og verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í meira en tvær vikur til að knýja fram réttlátan samning. Félagsfólk aðildarfélaga BSRB er hvatt til þess að mæta, sýna samstöðu og láta blása sér baráttuanda í brjóst.
Við ætlum að hlusta á stuttar hugvekjur Anítu Óskar Georgsdóttur og Magdalenu Önnu Reimus sem eru í verkfalli um þessar mundir auk Sonju Ýr Þorbergsdóttur formann BSRB og heyra í hinni frábæru Lúðrasveit verkalýðsins. Svo munum við syngja með þeim Bóasi og Lilja sem eru þekkt fyrir að halda uppi stuðinu. Fleiri atriði verða kynnt síðar.
Börnin eru velkomin með!
Stofnuð hefur verið Facebook síða fyrir viðburðinn sjá hér: https://www.facebook.com/events/772762697685667/?ref=newsfeed