Fyrir atvinnuleitendur

Gangnlegir tenglar fyrir atvinnuleitendur

www.vinnumalastofnun.is Hér má finna tengla á ráðningarþjónustur,samtök á vinnumarkaði, menntun og fræðslu,upplýsingaveitur og ýmislegt sem getur komið atvinnuleitendum vel. 

Atvinnumiðstöð Hafnarfjarðar er við Strandgötu 4.  Þar er sinnt  svæðisbundinni vinnumiðlun, ráðgjöf og annarri þjónustu við atvinnuleitendur í Hafnarfirði. Hér má einnig finna laus störf hjá Hafnarfjarðarbæ. sjá heimasíðu Atvinnuviðstöðvar Hafnarfjarðar hérna:http://www.hafnarfjordur.is/thjonusta/atvinnumidstod-hafnarfjardar/
 
Deiglan – atvinnu og þróunarsetur í Hafnarfirði nú með aðsetur hjá Rauða krossi Íslands í Hafnarfirði að Strandgötu 24.  Sjá dagskrá hjá RKÍ í Hafnarfirði hér. 

Rauðakrosshúsið Deiglan er að Strandgötu 24 í Hafnarfirði. Þar er opið mánudaga,miðvikudaga og föstudaga frá 10-14. Síminn er 565-1222. Í Rauðakrosshúsinu er hægt að fá stuðning við að takast á við breyttar aðstæður, fá félagsskap og nýta krafta  sína öðrum til gagns.

Fræðslubæklingur Starfsmenntar. Uppýsingar um nám og ráðgjöf fyrir atvinnulausa

www.atvinnuleit.is er ókeypis vefur fyrir alla og miðlar lausum störfum frá atvinnurekendum, starfatorgi og vinnumálastofnun.

www.tvinna.is er vettvangur skapandi starfa á Íslandi.Tvinna.is er fyrir skapandi fólk í atvinnuleit á Íslandi og fyrir fyrirtæki, samtök eða einstaklinga sem vilja ráða hæfileikaríka starfskrafta á einfaldan og ódýran hátt.

www.storf.is Hér er atvinnuleitarvél sem birtir á einum stað allar atvinnuauglýsingar sem birtar eru á Íslandi og gefur notendum kost á að leita í þeim.

 
Réttindi atvinnuleitenda innan Starfsmannafélags Hafnarfjarðar:

Upplýsingar og ráðgjöf

Aðgangur að náms- og starfsráðgjöf. STH og Vinnumálastofnun hafa gert samning við Fræðslusetrið Starfsmenntum að veita félagsmönnum ráðgjöf og upplýsingar um nám og úrræði. Samningurinn felur í sér að þú getur pantað viðtal við náms- og starfsráðgjafa hjá Starfsmennt þér að kostnaðarlausu. Sjá nánar hér. Þér er velkomið að hringja í Starfsmennt í síma 550-0060 ef þú vilt bóka tíma hjá ráðgjafa.

Námskeið og námsstyrkir

Réttur til að sækja um styrki úr Starfsmenntasjóði STH, nálgast má úthlutunarreglur og umsóknareyðublað á heimasíðu STH www.sthafn.is

Þú getur sótt Námskeið fyrir atvinnuleitendur á vegum Fræðslusetursins Starfsmennt sem eru metin sem virkniúrræði á vegum Vinnumálastofnunnar. Námskeiðin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Þá stendur þér til boða að skrá þig á önnur námskeið hjá Fræðslusetrinu Starfsmennt þér að kostnaðarlausu.

Orlofsmál

Atvinnuleitendur eiga jafnan rétt og aðrir félagsmenn á að leigja orlofshús félagsins.

Einnig getur þú sótt um aðra orlofskosti sem eru í boði á hverjum tíma s.s. tilboð á hótelmiðum og miða í Hvalfjarðargöngin.

Styrktarsjóður BSRB

Atvinnuleitendur hafa rétt á að sækja um styrki í Styrktarsjóð BSRB, en þar eiga atvinnuleitendur (atvinnulausir) rétt samkvæmt greinum: 5a,5b,5d,5h og 6 grein.  Sjá nánar á heimasíðu Styrktarsjóðs BSRB www.styrktarsjodur.bsrb.is

Skrifstofa STH er að Hellisgötu 16, sími 555-3636, heimsaíða: www.sthafn.is  og netfang sthafn@sthafn.is Skrifstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 13-17 og mánudögum og miðvikudögum frá kl. 12-13. Hægt er að hafa samband við formann félagsins alla daga á skrifstofu og í síma 0565-0636 Starfsmannafélag Hafnarfjarðar  hvetur atvinnuleitendur og þá sem missa vinnu til þess að huga að réttindum sínum og huga að því að skrá sig í stéttarfélag.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um