Í gær samþykktu félagsmenn STH sem starfa hjá HS Veitum hf. nýgerðan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna HS Veitna hf. Samningurinn byggir á grunni hins svonefnda Lífskjarsamnings og gildir frá og með 1. apríl 2019 til 1. nóvember 2022. Samningurinn felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamninga HS Veitna hf. og stéttarfélaganna sem að samningum standa sem eru;Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja.