Það þurfa fleiri en launafólkið að leggja sitt af mörkum til að hægt sé að ná fram markmiðum um aukinn kaupmátt. „Þá á ég sérstaklega við ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur“ segir Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB í pistli sínum á heimasíðu BSRB. En þar bregst hún við fullyrðingum Samtaka atvinnulífsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra um að „hóflegar launahækkanir“ launafólks séu lykilinn að auknum kaupmætti. Pistil formanns BSRB má sjá hér: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2013/11/25/Pistill-formanns-BSRB/