Mikil vinna framundan í kjarasamningagerð í nýju svæðsibundnu samstarfi bæjarstarfsmannafélaga á höfuðborgarsvæðinu

Aðalfundur STH var haldinn í gærkvöldi, á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Samkvæmt lögum félagsins var á þessum fundi kosið um tvö embætti til stjórnar. Elías Már Sigurbjörnsson umsjónarmaður fasteigna og Ingvar Reynisson mælingamaður voru kosnir til áframhaldandi stjórnarstarfa en einnig var kosið um tvö embætti í varastjórn. Kosningu í þau embætti hlutu þeir Hlöðver Sigurðsson starfsmaður þjónustuíbúða og Árni Rúnar Árnason sundlaugarvörður. Á fundinum fór fram talsverð umræða um komandi kjarasamninga og ónýta tenginu launa við starfsmat. Auk þess sem umræða átti sér stað um tillögu stjórnar um breytingu á félagsgjaldi og samþykkti fundurinn að halda þeirri umræðu áfram milli aðalfunda. Fram kom í framsögu Karls Rúnars Þórssonar fomanns, að framundan sé gríðarlega mikil vinna við undirbúning kjarasamninga í nýju svæðisbundnu samstarfi bæjarstarfsmannafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Óskaði formaður eftir stuðningi félagsmanna við fylgja eftir kröfum félagsins í komandi kjaraviðræðum. Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar skipa: Karl Rúnar Þórsson, Elías Már Sigurbjörnsson, Ingvar Reynisson, Hulda B. Magnúsdóttir og Sæbjörg Einarsdóttir.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um