Aðalfundur STH 2012 – Mikil vinna og vaxandi verkefni framundan

Aðalfundur STH var haldinn fimmtudaginn 29. nóvember sl. fengu formaður og stjórn félagsins endurnýjað umboð félagsmanna til áframhaldandi starfa. Karl Rúnar Þórsson var endurkjörinn formaður félagsins og þær Hulda B. Magnúsdóttir og Sæbjörg Einarsdóttir voru endurkjörnar til áframhaldandi stjórnarstarfa.

En auk þeirra sitja í stjórninni Elías Már Sigurbjörnsson og Ingvar Reynisson en þeir voru ekki í kjöri þetta árið. Ljóst er að framundan er mikil undirbúningsvinna hjá félaginu fyrir næstu kjarasamninga og vaxandi verkefni í tengslum við dagleg störf og réttindabaráttu. Eru mikil áform uppi um kröftugt félagsstarf og aukna þjónustu á skrifstofu félagsins. Til þess að fylgja þessum verkum eftir fékk stjórnin umboð aðalfundar til nánari útfærslu og verður starfshlutfall starfsmanns og formanns á skrifstofu félagsins aukið.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um