KEA hótelin

Starfsmannafélag Hafnarfjarðar hefur endurnýjað samninginn við KEA-hótelin fyrir veturinn 2013 og vorið 2014. Sala á hótelmiðunum er á orlofsvefnum. STH niðurgreiðir hótelmiðana fyrir félagsmenn sína .  Þannig að nóttin á KEA er kr. 12000 fyrir tveggja manna herbergi með sturtu og er morgunverður af hlaðborði innifalinn. Nóttin á Hótel Norðurland er kr. 8.000 fyrir tveggja manna herbergi með sturtu og er morgunverður af hlaðborði innifalinn. Einnig er um að ræða Hótel Björk nóttin þar er á kr. 10.000 fyrir tveggja manna herbergi með sturtu og morgunverðarhlaðborði. 

Afbókunarskilmálar eru samkvæmt almennum hótelreglum. Það þarf að láta vita við bókun að um stéttarfélagsmiða sé að ræða. Við bókanir eru tekin niður greiðslukortanúmer til tryggingar.

Heimasíða KEA- hótelanna er www.keahotel.is
 
 

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um