Kreppan og norræna velferðarmódelið í brennidepli

Árleg ráðstefna NTR, Nordisk Tjänstemannsråd, fór að þessu sinni fram í Reykjavík dagana 25. til 28. ágúst. NTR eru samtök bæjarstarfsmanna á Norðurlöndum en ráðstefnuna sóttu tæplega 100 fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Karl Rúnar Þórsson formaður STH sótti ráðstefnuna fyrir hönd félagsins. Ráðstefnan tókst í alla staði mjög vel. Þátttakendur hlýddu á ýmis erindi bæð frá innlendum sem erlendum fyrirlesurum. Einna hæst bar erindi Marit Nybakk forseta Norðurlandaráðs, sem fjallaði um „Tækifæri og áskoranir á óvissutímum 21. aldarinnar“. Þar vék hún sérstaklega að mögulegri þróun norrænu samfélaganna á komandi árum, aukna fjölbreytni samfélaganna og hvernig hægt sé að takast á við þær miklu breytingar sem hafa orðið á Norðurlöndum á síðustu áratugum og fyrirséð er að verði í framtíðinni. Þá þótti erindi rithöfundarins og blaðamannsins Lars Olsen einkar áhugavert. Í erindi sínu varpaði hann ljósi á ójöfnuð innan norræna velferðarkerfisins út frá rannsóknum á auknu misrétti á Norðurlöndum og lýsti því hvaða áhrif það hefði haft á öryggi íbúa landanna, og hvaða áhrif þetta hefur á stefnumótun stéttarfélaga á Norðurlöndum. Mikil hópavinna og fjölbreyttar umræður fóru fram milli þátttakenda auk þess sem erlendu gestirnir fengu frá fyrstu hendi með vinnustaðaheimsóknum, að kynnast því hvaða áhrif efnahagsþrengingarnar hafa haft á vinnustaði, starfsfólk og samfélag okkar hér á landi.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um