Ný launkönnun kynnt í skugga skerðinga og niðurskurðar, krafa sett fram um leiðréttingu launa

Félagsfundur  Starfsmannafélags Hafnarfjarðar var haldinn í veislusal  Skútunnar í gær. Tilefni fundarins var kynning nýrrar launakönnunar og sú mikla óánægja sem rííkir hjá félögum STH með aðferðafræði bæjaryfirvalda við leiðréttingu launa eftir hrun.

Á fundinum var farið yfir niðurstöðu nýrrar launakönnunar STH og BSRB sem unnin var af Capacent. Í kynningu Capacent kom fram sú niðurstaða að félagsmenn STH hafi að meðaltali bæði lægri grunnnlaun og heildarlaun heldur en samanburðarhópur BSRB, SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurvíkurborgar. Gefur könnunin til kynna að í gangi sé láglaunastefna hjá Hafnarfjarðarbæ.

Þeirri skoðun fundarmanna var komið skýrt á framfæri við bæjarstjóra Guðrúnu Ágústu sem mætti til fundar fyrir hönd bæjarráðs sem boðið hafði verið til fundar, að aðferðfræði bæjarins við leiðréttingu launa eftir hrun væri í litlu samræmi við mannauðsstefnu bæjafélagsins sem byggja skal á réttlæti. Aðeins 11 félagsmenn STH hafa fengið einhverja leiðréttingu eftir hrun og hefur þessi aðferðafræði skapað misræmi innan og milli vinnustaða og valdið óánægju meðal þeirra félagsmanna sem eftir sitja.

Ljóst er að framundan er mikil kjara- og réttindabarátta félagsmanna STH. En það er sjálfsögð og eðlileg krafa að bæjarstarfsmenn í Hafnarfirði séu ekki lægra launasettir en aðrir launþegar sem vinna störf sín í almannaþágu.

Niðurstaða launakönnunar og kynning Capacenst er aðgengileg fyrir félagsmenn STH á skrifstofu félagsins.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um