Nýr kjarasamningur samþykktur

Kosningu félagsmanna STH um nýjan kjarasamning er lokið og var nýr samningur samþykktur. Félagsmenn fengu „aðgangslykil“ sendan með pósti en atkvæðgreiðsla var rafræn. Kosið var um samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings milli Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir. Um er að ræða stuttan kjarasamning með gildistíma frá 1. maí 2014 til 30. apríl 2015. Samningurinn var samþykktur með 87% greiddra atkvæða.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um