Ráðstefna BSRB og ASÍ

Ráðstefnu BSRB og ASÍ sem haldin er í aðdraganda 1. maí. Á fundinum verður farið yfir hlutverk og starf stéttarfélaga og gerð tilraun til að skýra eðli starfsemi þeirra og þjónustuskyldur við félagsmenn. 
 
Útgangspunkturinn er reyna að varpa ljósi hlutverk þeirra á vinnumarkaði, innri starfsemi, þátt þeirra í kjara- og velferðarmálum, en einnig að líta til mikilvægi þeirra fyrir félagsmenn. Tekin verða dæmi um styrkjakerfi félaganna, menntkerfin sem þau hafa byggt upp, starf og hlutverk styrktar- og sjúkrasjóða, starfsmenntunarsjóða og annarra sjóða.
 
Einnig verður litið til verkefna sem snúa að annarri þjónustu við félagsmenn, réttindagæslu, almenna aðstoð og málarekstur og með því reynt að lýsa stöðu stéttarfélaga í velferðarsamfélagi.
Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 og hefst formleg dagskrá upp úr kl. 8:20. 
 
Fundarstjóri verður Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB en umræðum að loknum erindum verður stýrt af Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur.
 
Skráning á fundinn fer fram á www.1mai.is 
 
Dagskrá 21. apríl frá kl. 08.00-10.00
08.00-08.20         Morgunverður
08.20-08.40         Staða og hlutverk stéttarfélaganna í samfélagin – Gylfi Arnbjörnsson
08.40-08.55         Stéttarfélögin og félagsmaðurinn – Árni Stefán Jónsson
08.55-09.10         Stéttarfélögin og félagsmaðurinn – Sigurrós Kristinsdóttir
09.10-09.25         Viðbrögð og spurningar
09.25-09.35         Hvernig eiga stéttarfélögin að þróast? – Guðni Gunnarsson
09.35-09.45         Hvernig eiga stéttarfélögin að þróast? – Þórdís Viborg
09.45-09.55         Viðbrögð og spurningar
09.55-10.00         Samantekt og fundarslit – fundarstjóri
 

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um