Staðan í kjarasamningum STH

Núna fyrir páska samþykktu félagsmenn STH tvo nýja kjarasamninga. Annars vegar var um að ræða kjarasamning félagsmanna STH sem starfa hjá ríkinu og hins vegar samþykktu félagsmenn sem starfa hjá HS Orku hf nýjan samning. Báðir samningarnir eru skammtímasamningar. Fyrir liggur að öll bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa nú samþykkt kjarasamninga sína við ríkið.

Framundan eru hins vegar samningaviðræður STH við Samband íslenskra sveitarfélaga sem semur fyrir hönd bæjarfélaganna. Núgildandi kjarasamningur STH var styttur og rennur samningurinn út í lok júlí. Í komandi viðræðum við sambandið er STH í samstarfi við bæjarstarfsmannafélögin í Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ og Suðurnesjum, er mikil vinna framundan við að ná landi í komandi viðræðum.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um