Stutt er í kjarasamning við ríkið en samningur torsóttari við sveitarfélögin

Samninganefnd bæjarstarfsmanna hefur í liðinni viku átt í viðræðum við viðsemjendur sína annars vegar samninganefnd ríkisins og hins vegar samninganefnd sveitarfélaganna. Góður gangur hefur verið í viðræðum við ríkið og er gert ráð fyrir undirritun kjarasamnings nú á mánudag. Samningurinn er á líkum nótum og þeir samningar sem stéttarfélög innan BSRB hafa undirritað við ríkið. Samningar eru hins vegar talsvert torsóttari við sveitarfélögin og hefur gengið á ýmsu m.a. í túlkun á svonefndu SALEK samkomulagi sem tafið hefur samningavinnuna. Ljós er hins vegar að samningaviðræðum verður haldið áfram af fullum karfti við samninganefnd sveitarfélagana í komandi viku.

 

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um