Þekkir þú orlofsrétt þinn?

Nú er sumarorlofstímabilið gengið í garð og hefur skrifstofa STH fengið ýmsar fyrirspurnir varðandi kjarsamningsbundinn orlofsrétt félagsmanna. Hvetjum við félagsmenn til þess að vera vel upplýsta. Aðgengilegar upplýsingar er að finna hér á heimasíðu STH undir 4. kafla kjarasamnings – sjá hér: www.sthafn.is/pdf/kjarasamningur.pdf.

Enn fremur eru mjög aðgengilegar upplýsingar á kjaravef BSRB – sjá hér: www.bsrb.is/kjaravefur/orlofsrettur/lengd-og-orlofstimabil/. Við á skrifstofu STH vonum að félagsmenn nýti orlofsréttinn sinn, njóti sumarsins og komi endurnærðir aftur til starfa að orlofi loknu.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um