Undirbúningsvinna kjarasamninga hafin

Samningseiningar BSRB komu saman til fundar á mánudag til að ræða kröfugerð og helstu áherslur fyrir komandi kjarasamningsviðræður. Þau sjónarmið sem fram komu á fundinum voru mjög í anda þess sem fram kom á trúnaðarmannafundi STH í liðinni viku. Helst beindist umræðan að mikilvægi kaupmáttaraukningar launa, hækkun lægstu launa, um knappa stöðu millitekjuhópa og gerð stuttra kjarasamninga. Ljóst er að undiraldan fyrir komandi kjarasamninga er þung. Enda hafa opinberir starfsmenn þurft að axla þungar byrðar í kjölfar hrunsins og uppskorið lág  laun samanber samanburð launa, sjá hér http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2013/09/17/Launakonnun-SFR-St.Rv-og-VR/  en ljóst er að þessar byrðar verða ekki axlaðar mikið lengur án þess að umtalsverðar kjarabætur komi í staðinn.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um