FOSS-hótel rekur bæði heilsárs- og sumarhótel um allt land sjá nánari upplýsingar á www.fosshotel.is
Félagsmenn eru hvattir til að panta gistingu með góðum fyrirvara.
Fosshótel Reykholt
Fosshótel Dalvík
Fosshótel Laugar
Fosshótel Húsavík
Fosshótel Vatnajökull
Fosshótel Mosfell
Fosshótel Skaftafell
Fosshótel Vestfirðir
Fosshótel Suðurgata Reykjavík
Fosshótel er keðja 10 hótela sem leggja metnað sinn í að skapa vinalegt og hlýlegt andrúmsloft. Auk þess að vera vel staðsett, í nálægð við helstu náttúruperlur landsins, felst styrkur hótelanna í fjölbreyttum aðbúnaði. Sum eru 3ja stjörnu heilsárshótel en önnur sumarhótel sem nýtt eru sem heimavistir að vetralagi.
Fosshótel Lind.
Þetta hótel er á afar þægilegum stað í miðborg Reykjavíkur, örstutt frá Laugaveginum, einnig helstu verslunargötunni, þaðan sem samgöngunet borgarinnar liggur til allra átta. Einnig eru Listasafn Reykjavíkur og Kjarvalsstaðir í næsta nágrenni.
Fosshótel Barón.
Fosshótel Barón er 3ja stjörnu hótel sem er staðsett í hjarta Reykjavíkur, aðeins örfáum skrefum frá Laugaveginum og hinum skemmtilega göngustíg sem liggur meðfram sjónum.
„Standard herbergin (18-22m2) eru 69 að tölu og bjóða gestum góða og þægilega aðstöðu.
Fosshótel Baron býður einnig uppá 17 „Studio“
Einnig eru 6 íbúðir með 2 svefnherbergjum
Sala er á orlofsvefnum okkar .