Aðalfundur STH – 80 ár frá stofnun félagsins

Image

Aðalfundur STH fór fram í gær. Í skýrslu formanns og stjórnar kom fram að starfsárið hefði einkennst af undirbúningi og mikilli vinnu vegna erfiðra og þungra kjarasamninga við sveitarfélögin sem ekki hefði tekist að ljúka án aðgerða og heildarsamstöðu félaga innan BSRB. Tímamóta kjarasamningur náðist en framundan væri eftirfylgd hans. Væri undirbúningur að hefjast vegna styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi á árinu 2021. Covid-19 hefði einnig sett sitt mark á allt starf félagsins.

Þau Elías Már Sigurbjörnsson,  Svanlaugur Sveinsson og Hulda B. Magnúsdóttir létu af trúnaðarstörfum fyrir STH og voru þeim á fundinum færðar sérstakar þakkir fyrir góð störf í þágu félagsins gegnum árin.

Á aðalfundinum var Karl Rúnar Þórsson formaður félagsins endurkjörinn og þær Hulda Sigríður Salómonsdóttir og Þórunn Harðardóttir kosnar í stjórn félagsins. Framundan eru stór tímamót hjá Starfsmannafélaginu en í ár eru 80 ár frá stofnun STH og mun stjórn félagsins í samstarfi við trúnaðarmenn og félagsmenn leitast við að fagna þeim tímamótum á starfsárinu.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um