Aðalfundur STH, félagið mun flytja í rýmra félagshúsnæði

Aðalfundur Starfsmannafélags Hafnarfjarðar var haldinn í gærkvöldi. Á fundinum endurnýjaði formaður félagsins Karl Rúnar Þórsson og stjórnarmennirnir Hulda B. Magnúsdóttir og Hlöðver Sigurðsson umboð sitt til áframhaldandi stjórnarstarfa fyrir félagið. Fram kom á fundinum að spennandi tímar eru framundan í starfi STH sem fjárfest  hefur í félagshúsnæði að Helluhrauni 14. Verður það húsnæði á nýju starfsári hannað og lagfært samkvæmt þörfum félagsins en rýmra og betra húsnæði mun gefa STH ýmis tækifæri til öflugri starfsemi.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um