KJARASAMNING STRAX – Félagsmenn STH samþykktu aðgerðir

Image

KJARASAMNING STRAX – Félagsmenn STH samþykktu aðgerðir

Kæru félagsmenn STH,  stjórn félagsins vill þakka ykkur fyrir góða þátttöku í atkvæðagreiðslu félagsins um aðgerðir okkar og BSRB félaganna til að knýja fram KJARASAMNING STRAX, niðurstaðan er skýr.

Alls tóku 74% félagsmanna STH þátt í atkvæðagreiðslu um alsherjarverkfall allra félagsmanna á tilteknum dögum og erum við þar í hópi 14 stéttarfélaga innan raða BSRB. Var þessi aðgerð samþykkt hjá okkur með 88,9% greiddra atkvæða. Fyrstu tímabundnu aðgerðirnar munu hefjast mánudaginn 9. mars ef af verður (sjá ljósblár litur á aðgerðaáætlun BSRB). 

Hins vegar greiddu félagsmenn STH atkvæði um sértæka aðgerð á frístundaheimilum grunnskóla. Um þær aðgerðir  greiddu atkvæði einungis þeir starfsmenn STH sem starfa á frístundaheimilum. Um ótímabundið verkfall er þar að ræða (sjá grænn litur á aðgerðaáætlun BSRB). Náist ekki samningar  mun það verkfall hefjast mánudaginn 9. mars og standa fram að þeim tíma að samningar nást. Alls greiddu 86.3% félagsmanna STH á frístundaheimilum atkvæði og var þessi aðgerð samþykkt með 88,9% greiddra atkvæða.

Að sjálfsögðu vonumst við eftir því að ekki komi til aðgerða því markmið okkar er fyrst og fremst að knýja viðsemjendur okkar til þess ganga til KJARASAMNINGA STRAX!

Skoðið ADGERÐAÁÆTLUN BSRB hún er hér

:

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um