Kjarasamningavinna er hafin

Bæjarstarfsmannafélög innan BSRB hafa gert samkomulag um samstarf við gerð kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga á árinu 2015 og sameiginlega samninganefnd félaganna. Formaður STH tekur þátt í starfi nefndarinnar fyrir hönd Kragasamstarfsins sem nefnt hefur verið „Kragahraðlestin“ er tekur til fimm bæjarstarfsmannafélaga umhverfis Reykjavík. Á samningafundum fram til þessa hefur aðeins verið fjallað um réttindaákvæði kjarasamninganna en beinar viðræður um launaliði munu fylgja í kjölfarið. Sjá nánar hér: http://www.bsrb.is/um-bsrb/frettir/frett/2015/08/21/Baejarstarfsmannafelog-funda-hja-sattasemjara/

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um