Kjarasamningurinn samþykktur

Kosningu félagsmanna STH um nýjan kjarasamning er lokið og var nýr samningur samþykktur með góðum meirihluta greiddra atkvæða. Um er að ræða kjarasamning með gildistíma frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019.

Samningurinn var samþykktur með 89.9% greiddra atkvæða en um 30% félagsmanna greiddu atkvæði. Kosið var um samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings milli Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Sambands íslenskra sveitarfélaga f.h. þeirra sveitarfélaga og annarra aðila sem það hefur samningsumboð fyrir.

Áður en gengið var til kosninga um samninginn var félagsmönnum boðið upp á aðgengilegt kynningarefni á heimasíðu félagsins og tvo kynningarfundi. Félagsmenn fengu „aðgangslykil“ sendan með bréfapósti en atkvæðagreiðsla var rafræn.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um