Kjaraviðræðum haldið áfram hjá ríkissáttasemjara

Image

Kjaraviðræðum er haldið áfram nú undir verkstjórn ríkissáttasemjara og þokast í rétta átt. Fyrst á dagskrá eru viðræður um sameiginlegar kröfur BSRB félaganna sem félögin hafa falið BSRB að semja um s.s. um styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa mili markaða. Í lok síðustu viku náðist samkomulag um drög að tillögum er varðar styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk sem starfar hjá ríkinu. Í dag munu fulltrúar samningarnefndar BSRB eiga fund hjá sáttasemjara um sama málefni vegna starfsmanna sveitarfélaganna. Viðræður þokast þannig í rétta átt en eftir er að ná landi um styttingu vinnuvikunar fyrir vaktavinnufólk, bæði hjá ríki og sveitarfélögum.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um