Kjaraviðræður hafnar á ný við sveitarfélögin

Image

Kjaraviðræður samninganefndar bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB við Samband íslenskra sveitarfélaga eru hafnar að nýju en samningar hafa verið lausir frá því í byrjun apríl. Ljóst er hins vegar að markmiðið um undrritun nýs kjarasamnings fyrir 15. september mun ekki nást. Þrátt fyrir nokkurn gang í viðræðum, þá liggur fyrir að samningum verður ekki lokið fyrr en niðurstaða fæst í tvö stærstu sameiginlegu baráttumál BSRB félaganna þ.e. um styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða. Sjá ennfremur frétt af vef BSRB hér.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um