Kulnun og álag í starfi

Image

Kæru félagar

Við  vekjum athygli á málþingi um kulnun og álag í starfi sem BSRB stendur fyrir 15. febrúar næstkomandi.

Þar mun Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor við Gautaborgarháskóla, fjalla um málefnið út frá ýmsum hliðum. Hún flutti erindi í málefnahópi um vinnumarkaðinn og starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu á 45. þingi BSRB sem var látið afar vel af. Nú kemur hún til landsins með nýjar og spennandi óbirtar niðurstöður sem hún ætlar að kynna fyrir okkur.

Til að létta lundina aðeins mun Hljómsveitin Eva taka þátt í málþinginu og segja frá persónulegri reynslu af kulnun í tali og tónum.

Endilega sendið upplýsingar um málþingið á sem flesta og hvetjið fólk til að skrá sig til þátttöku á Facebook-viðburði málþingsins.

Hjálpumst öll að við að fylla salinn og tryggja að fróðleikurinn dreifist sem víðast.

Allar upplýsingar um málþingið eru hér: 

Facebook-viðburður fyrir málþingið er hér: 

Við vonum að sem flestir geti komið á málþingið, sem er haldið daginn eftir samningseiningafund svo vonandi verða sem flestir formenn og aðrir fulltrúar félaganna á landsbyggðinni í borginni.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um