Nýr kjarasamningur samþykktur

Image

At­kvæða­greiðslu um kjarasamning STH, Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga er lokið.

Samningurinn var samþykktur með 88.24% greiddra atkvæða, þátttaka var 42% og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.

Sam­kvæmt hinum nýja kjarasamningi munu mánaðar­laun hækka að lág­marki um kr. 23.750 eða 3,25% og desember og orlofsuppbætur hækka í takt við samninginn.
Þá eru ákvæði um styttingu vinnuvikunnar í 36 tíma vinnuviku orðin hluti af gildandi kjarasamning og ákveðnar úrbætur náðust á svonefndum vaktahvata fyrir þá sem starfa í vaktavinnu. 
Samningurinn var einnig samþykktur með miklum meirihluta hjá félagsfólki annarra stéttarfélaga bæjarstarfsmanna innan BSRB. 

Niður­staðan er af­gerandi og endur­speglar að fé­lags­fólk er að jafnaði hóf­lega sátt með þennan nýja fjögurra ára kjarasamning.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um


Sumarlokun skrifstofu STH

Skrifstofa STH er lokuð frá 15. júlí vegna sumarleyfa, opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst.

Gleðilegt sumar

Summer closure of the STH office

The STH office is closed from July 15th due to summer holidays, we will open again on Tuesday, August 6th.

Happy summer