Nýtt hjá Starfsmennt

Nýr vefur – nýir möguleikar
Einfaldur og notendavænn námsvefur
Eins og flestir hafa líklega áttað sig á opnuðum við nýjan vef fyrr í þessum mánuði. Við uppfærðum ekki aðeins útlitið heldur allt skráningarkerfið sem liggur að baki. Nýi vefurinn býður upp á ýmsa möguleika sem ekki voru til staðar á þeim gamla, enda mikið vatn runnið til sjávar í vef- og tæknimálum síðan hann leit dagsins ljós fyrir tæpum áratug. Þessar breytingar snúa að öllum notendum, þ.e. þáttakendum á námskeiðum, stofnunum, umsjónarmönnum og samstarfsaðilum.
Mínar síður fyrir stofnanir og einstaklinga
Á Mínum síðum hefur hver notandi, eins og áður, yfirlit yfir námsferil og aðgang að þeim námskeiðum sem hann situr. Þar er meðal annars hægt að nálgast námsgögn, senda skilaboð og stofna umræðuþræði og sjá lista yfir samnemendur og skoða tilkynningar frá kennara og Starfsmennt.
Nú hafa stofnanir, fræðsluaðilar og umsjónarmenn námskeiða einnig aðgang að Mínum síðum þar sem hægt er að hafa yfirlit yfir öll haldin námskeið og nemendur sem þau sóttu. Þar geta kennarar og umsjónarmenn náms einnig sett inn námsgögn, skráð mætingu og verið í samskiptum við nemendur.
Mikilvægt að uppfæra upplýsingar
Við hvetjum alla til að skrá sig inn á Mínar síður, uppfæra upplýsingar um sig eins og netfang og vinnustað, og bæta við símanúmeri og mynd ef það er ekki fyrir hendi. Forsvarsmönnum stofnana bendum við á að hafa samband við okkur til að stofna notendaaðgang.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um