Starfsþróun metin til launa

[vc_row][vc_column width=“5/6″][vc_column_text]Átt þú rétt á 2% persónuálagi vegna starfstengds náms?

Við mat á starfstengdu námi til persónuálags er starfsmönnum sveitarfélaga skipt í tvo hópa, þ.e. annars vegar þá sem ekki hafa lokapróf á framhaldsskólastigi og hins vegar þá sem hafa lokapróf á framhaldsskólastigi (2 til 4 ár) skv. gr. 10.2.3 í gildandi kjarasamningum.

Fyrri hópurinn getur fengið heilstætt starfstengt nám, sem er a.m.k. 150 kest. (kennslustundir) að lengd, metið til 2% persónuálags. Hópurinn sem hefur lokið framhaldsskólaprófi getur með sama hætti fengið  2% persónuálag vegna styttri starfstengdra námskeiða sem samanlagt ná a.m.k. 150 kest.

ATHUGIÐ: Eftirfarandi ákvæði til bráðabirgða var samþykkt í starfsþróunarnefnd 12. mars 2018:  Við innleiðingu á þessu ákvæði samningsins gildir að starfsmenn hafa frest til 15 apríl 2018 til að skila inn fullnægjandi gögnum sem gilda frá 1. janúar 2018.  Eftir þann tíma þurfa gögn að hafa borist fyrir 15 dag hvers mánaðar.

Sjá nánr hér lista yfir starfstengt nám og reglur starfsþróunarnefndar:

http://www.samband.is/verkefnin/kjara-og-starfsmannamal/starfsthrounarnefnd/[/vc_column_text][/vc_column][vc_column width=“1/6″][/vc_column][/vc_row]

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um