Undirbúningur kjarasamninga – vel heppnuð námstefna ríkissáttasemjara í samningagerð

Image

Í síðustu viku sótti Karl Rúnar Þórsson formaður STH vel heppnaða námsstefnu ríkissáttasemjara en ríflega 50 þátttakendur frá stéttarfélögum á opinbera markaðnum og hinum almenna ásamt fulltrúum viðsemjanda sóttu námstefnuna. Tvær samskonar námstefnur hafa áður verið haldnar en segja má að þessi námstefnuhrina marki ákveðin tímamót því slíkt hefur ekki verið skipulagt áður af embætti ríkissáttasemjara. Samningar á almenna markaðnum renna út nú fyrir áramót og hjá opinberum starfsmönnum í lok mars og endurspegluðu efnistök námstefnunnar vel þau flóknu viðfangsefni sem samninganefndir geta þurft að takast á við í kröfu- og samningagerð svo sem við samskipti ólíkra aðila, teymisvinnu, traust og skilning á efnahags og lagaumhverfi.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um