Uppsagnarákvæði í kjarsamningum aðildafélaga BSRB virkjast ekki

Í kjarasamningum aðildarfélaga BSRB er ákvæði sem opnar á endurskoðun þeirra verði kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sagt upp. Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur ákveðið að segja ekki upp kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Það ákvæði verður því ekki virkjað hjá Alþýðusambandi Íslands (ASÍ) og samningar aðildarfélaga BSRB standa því jafnframt óhaggaðir. Hefði ASÍ ákveðið að segja upp samningum á almennum vinnumarkaði hefði endurskoðunarákvæði í samningum allra aðildarfélaga BSRB virkjast. Í kjölfarið hefði bandalagið fjallað um hvort rétt væri að segja þeim upp. Nú er ljóst að það ákvæði verður ekki virkjað í bili. Endurskoðun kjarasamninga á almenna markaðinum fer næst fram í byrjun næsta árs. Ákveðið verður fyrir lok febrúar 2018 hvort samningum verði sagt upp og í framhaldinu hvort samningar BSRB halda áfram.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um