Vegna skipulagsbreytinga hjá Hafnarfjarðarbæ

Stjórn Starfsmannafélags Hafnarfjarðar harmar það vinnulag sem meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar stendur að núna á sumarleyfistíma starfsfólks og birtist í munnlegri tilkynningu um niðurlagningu starfa og tilfærslum félagsmanna STH milli starfa án fullnægjandi upplýsingagjafar um ný ráðningarkjör, starfslýsingu eða starfslok.
Allt frá hruni hefur verið þrengt að kjörum félagsmanna STH sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og gengið hefur verið m.a. að föstum ráðningarkjörum er snerta yfirvinnu og starfshlutföll hafa verið skert.
Með þessum aðgerðum meirihluta bæjarstjórnar og einhliða ákvörðunartöku um niðurlagningu starfa og áformum um flutning starfsmanna í önnur störf, kemur skýrt fram að umræða um starfsöryggi bæjarstarfsmanna í Hafnarfirði á ekki við rök að styðjast. Vegna þessara „skipulagsbreytinga“ hafa félagsmenn leitað til félagsins og mun Starfsmannafélag Hafnarfjarðar veita félagmönnum sínum alla þá aðstoð sem snýr að kjarasamningsbundnum rétti þeirra.
Stjórn STH
Félagsmenn STH eru hvattir til þess að kynna sér upplýsingar um réttindi sín hér á heimsíðunni, sjá hér: http://www.sthafn.is/index.php/kjarasamningar

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um