Hótel Selfoss er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel staðsett miðsvæðis á Selfossi.  Hótelið stendur á bökkum Ölfusár sem veitir einstak útsýni yfir ánna og upp að Ingólfsfjalli.

Þar sem Selfoss er miðsvæðis á Suðurlandi er hótelið góður áfangastaður þegar heimsækja á staði og afþreyingarkosti allt í kring. Má þar helst nefna Geysi, Gullfoss, Þingvelli, Seljalandsfoss, Eyjafjallajökul, Vestmannaeyjar, Reynisfjöru auk fjölda annarra.

Á Riverside restaurant er borið fram morgunverðarhlaðborð fyrir gesti Hótel Selfoss. Riverside restaurant er bjartur veitingastaður þar sem lögð er rík áhersla á að bjóða uppá ferskan og bragðgóðan mat, unninn úr hráefnum úr héraðinu. Á veitingastaðnum er bar með setustofu þar sem notalegt er að sitja og njóta meðan eldurinn snarkar í arninum.

Riverside Spa á Hótel Selfossi er einstök heilsulind að evrópskri fyrirmynd þar sem ljúft er að slaka á, og endurnærast á líkama og sál. Riverside Spa er í hlýlegu og notalegu umhverfi þar sem vísað er til íslenskrar náttúru í allri hönnun. Eldur, Ís, vatn, gufa og norðurljós er fléttað inn í hönnun baðstofunar með einstaklega smekklegum hætti.

Nánari upplýsingar um Hótel Selfoss er hér.