Frestur til að sækja um verkfallsbætur rennur út

Image

Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning að morgni laugardags 10. júní 2023. Í framhaldinu var verkfallsaðgerðum sem hófust um miðjan maí aflýst.

Í framhaldinu var útbúin sérstök síða þar sem félagsfólk sem lagði niður störf í aðgerðun á tímabilinu 15. maí – 10. júní getur sótt um verkfallsbætur. Meirihluti þeirra sem tóku þátt í verkfallsaðgerðunum hefur nú þegar sótt um verkfallsbætur. Frestur fyrir þau sem eiga eftir að sækja um bæturnar rennur út miðvikudaginn 25. október nk. Eftir það verður síðunni lokað. Stefnt er að því að greiðsla síðustu verkfallsbóta fari fram fyrstu dagana í nóvember.

Nánari upplýsingar má nálgast hér:

https://www.bsrb.is/is/moya/page/sott-um-verkfallsbaetur

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um