Undirbúningsvinna kjaraviðræðna að hefjast

Image

STH hefur átt í kjarasamningsbundu samstarfi við 6 stéttarfélög bæjarstarfsmanna sem semja við sveitarfélög í nágrenni höfðuborgarsvæðisins og er undirbúningur vegna kjaraviðræna samstarfsins að hefjast.

Í gær komu samningseiningar BSRB saman til fundar í húsnæði BSRB til að ræða helstu áherslur fyrir komandi kjarasamningsviðræður.
Nokkur aðildarfélaga BSRB eru með lausa samninga á haustmánuðum en meirihluti samninga aðildarfélaga BSRB eru við ríki og sveitarfélög sem eru lausir í mars á næsta ári. 
Hagfræðingar BSRB, þær Heiður Margrét Björnsdóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, héldu erindi á fundinum þar sem þær fóru yfir stöðuna í aðdraganda kjarasamninga, s.s. helstu efnahagsstærðir, velsæld, húsnæðismál, barnabætur, launaþróun, launahlutfall og kynbundinn launamun.

Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnuvikunnar og framundan tekur við mat á áhrifum þeirra breytinga. Fram kom á fundinum að það er eitt helsta atriðið sem brennur á félagsfólki aðildarfélaga svo ákveðið var að koma á fót vinnuhópi sem hefur það hlutverk að móta áherslur bandalagsins varðandi styttri vinnuviku fyrir næstu kjarasamninga.

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um