Verkfall hafið í Hafnarfirði

Image

Verkfall er hafið hjá félagsmönnum STH sem starfa í grunnskóla og frístund grunnskóla, ef ekki tekst að semja munu aðgerðir halda áfram næstu tvo daga. Þá hafa félagsmenn STH í Þjónustuverinu samþykkt tímabundnar aðgerðir frá 5. júní og félagsmenn sem starfa í sundlaugum hafa samþykkt ótímabundnar aðgerðir frá sama tíma.

Það var mikill hugur og samheldni í verkfallsvörðum félagsins í morgun eins og sjá má á myndinni og vonumst við eftir samvinnu bæjaryfirvalda um að virða rétt félagsmanna til aðgerða og sjá til þess að ekki sé gengið í störf félagsmanna STH á vinnustöðunum, slíkt er lögbrot. Ljóst er að mikil röskun verður á starfi grunnskóla þessa daga.

Kjarasamningar verða að nást sem allra fyrst og vonumst við eftir því að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði láti sitt ekki eftir liggja í samskiptum sínum við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og reyni að greiða fyrir samningum.

Sömu laun fyrir sömu störf og kjarasamning strax!

Nánar um vinnudeiluna og aðgerðir stéttarfélaga BSRB hér:

Starfsmenntasjóður

Fylltu út formið til að sækja um