Kjarasamningar – krafa stéttarfélaganna er skýr

Share on facebook
Share on twitter
Share on email

Hægt hefur miðað í viðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga en kjarasamningurinn rennur út 31. júlí. Líkt og í fyrri samningum hefur STH farið í sameiginlegar kjaraviðræður með BSRB félögunum sem starfa hjá sveitarfélögum. Það er alveg ljóst að við getum ekki við það unað að Sambandið gangi frá hverjum kjarasamningnum á fætur öðrum með verulegum kjarabótum en ætli síðan að bjóða félagsmönnum aðildarfélaga BSRB allt annað.

Krafa stéttarfélaganna er skýr, sambærilegar launahækkanir og aðrir viðsemjendur Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fengið, svo sem grunnskólakennarar, BHM og nú síðast leikskólakennarar.

Deila frétt

Share on facebook
Share on google
Share on twitter
Share on linkedin