Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Kjarasamningur samþykktur

At­kvæða­greiðslu um kjarasamning STH – Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og Sam­bands ís­lenskra sveitar­fé­laga er lokið. Samningurinn var samþykktur með 91,02% greiddra atkvæða samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Sam­kvæmt hinum nýja kjarasamningi munu mánaðar­laun hækka um að lág­marki 35.000 krónur og desem­ber­upp­bót á árinu 2023 verður 131.000 krónur. Þá náðist einnig sam­komu­lag um sátta­greiðslu að upp­hæð 105.000 krónum auk þess sem samið var um hækkun á lægstu launum og við­bótar­greiðslur fyrir til­tekin starfs­heiti.

Samningurinn var einnig samþykktur með miklum meirihluta hjá félagsfólki annarra aðildarfélaga BSRB. 

„Niður­staðan er af­gerandi og endur­speglar að fé­lags­fólk er hóf­lega sátt með þennan samning. Það er ó­þolandi að það hafi þurft svo um­fangs­miklar að­gerðir til að ná fram rétt­látum og sann­gjörnum kröfum þeirra. Verk­föllin skiluðu þó meira en kjara­bótum því þau sýndu sveitar­fé­lögunum svart á hvítu hversu ó­missandi starfs­fólk þeirra er,“ er haft eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dóttur for­manni BSRB. „Með þessum kjara­samningum var tekið skref í rétta átt til að launin endur­spegli raun­veru­legt verð­mæti þeirra starfa – en bar­áttan heldur á­fram og við höfum þegar hafið undir­búning fyrir gerð næstu kjara­samninga.“

Deila frétt