Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Könnun um stöðuna á vinnumarkaði

Kæra félagsfólk STH, gleðilegt ár.

Nú er hafin könnun á vegum Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins sem mikilvægt er að STH félagar taki þátt í.

Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu og heilsu. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi og berjast fyrir betri lífsskilyrðum sem er mjög mikilvægt  núna á nýju ári og í aðdraganda kjarasamninga.

Félagsmenn hafa fengið sendar upplýsingar og þátttökubeiðni, en þátttaka í könnuninni tekur stuttan tíma. Allir sem vilja komast í pott og geta unnið 40.000 króna gjafakort. Ekki er hægt að rekja svör til einstaklinga.

Könnunin verður opin í tvær vikur og við hvetjum allt félagsfólk STH til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

Deila frétt