Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Helluhraun 14 220 Hafnarfjörður

Liðsstyrkur – Átaksverkefni fyrir atvinnuleitendur

Átaksverkefnið Liðsstyrkur miðar að því að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu fullnýta rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árinu 2013, til þátttöku að nýju á vinnumarkaði. Átakið hefur farið vel af stað og eru fjölmargir sem hafa verið án atvinnu til lengri tíma að snúa aftur á vinnumarkaðinn fyrir tilstuðlan Liðsstyrks.

Við hvetjum atvinnuleitendur til að skrá sig á lidsstyrkur.is en stefnt er að því að öllum atvinnuleitendum sem fullnýttu eða fullnýta rétt sinn á tímabilinu frá 1. september 2012 fram til 31. desember 2013, samtals 3.700 manns, verði öllum boðin vinna eða starfsendurhæfing á árinu 2013 enda skrái þeir sig til þátttöku í átakið.

Sköpuð verða 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur í þessum hópi á árinu 2013.
Allir atvinnuleitendur innan þessa hóps sem skrá sig munu fá tilboð um starf. Markmiðið er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá slíkt tilboð.
Þeim atvinnuleitendum sem þurfa á starfsendurhæfingu að halda verður vísað til VIRK, starfsendurhæfingarsjóðs og boðin starfsendurhæfing.
Sérstakur biðstyrkur er í boði fyrir þá atvinnuleitendur sem hafa verið skemur en 42 mánuði á bótum þegar þeir missa bótarétt sinn. Sá styrkur er tímabundinn í allt að sex mánuði eða þar til viðkomandi fær tilboð um starf. Styrkfjárhæð svarar til fyrri bótaréttar einstaklings.

Deila frétt