1. gr.
Félagið heitir: Starfsmannafélag Hafnarfjarðar
(skammstafað: STH)
2. gr.
1.mgr. Tilgangur félagsins er að efla samvinnu með öllum starfsmönnum Hafnarfjarðarkaupstaðar og þeirra ríkisstarfsmanna sem í Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar eru, og láta sér annt um allt það, sem þeim er til hagsbóta, svo sem: launakjör, tryggingar gegn veikindum og slysum, ellistyrk og eftirlaun, vinnutíma og vinnutilhögun, sem og aukna menntun og þekkingu félagsmanna.
2.mgr. Stjórn félagsins er skylt að taka til athugunar kærur einstaklinga eða starfsflokka innan félagsins, varðandi viðurgjörning þeirra hjá hlutaðeigandi stofnunum bæjarsjóðs og ríkisins og leitast fyrir um samkomulag.
3.gr.
1.mgr. Lög þessi gilda fyrir alla starfsmenn bæjarins og stofnana hans, sem taka laun samkvæmt kjarasamningi bæjarins og Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, svo og fyrir aðra opinbera starfsmenn, sem óska eftir að vera félagsmenn STH, eftir því sem við getur átt og taka laun samkvæmt kjarasamningum, sem Starfsmannafélag Hafnarfjarðar gerir við Hafnarfjarðarkaupstað og aðra opinbera aðila. Með starfsmönnum bæjarins og stofnana hans er m.a. átt við starfsmenn byggðasamlaga og fyrirtækja sem bærinn á aðild að og skiptir ekki máli í því sambandi hvort vinnustaður starfsmanns sé innan bæjarmarka eða ekki.
2. mgr. Starfsmenn, sem vinna að opinberum bæjarmálum, en taka laun sín úr öðrum sjóðum en bæjarsjóði eða bæjarstofnana, geta gerst félagar gegn greiðslu venjulegs félagsgjalds.
3. mgr. Félagsmaður, sem lætur af starfi á aldursmörkum eða vegna veikinda og hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða örorku heldur öllum félagsréttindum, en skal vera gjaldfrjáls.
4. mgr. Stjórn félagsins er skylt að fylgjast vel með því hverju sinni, hverjir eru fast- eða lausráðnir starfsmenn bæjarins og stofnana hans, svo og þeirra félagsmanna, sem eru ríkisstarfsmenn.
5.mgr. Félagsgjald, sem skal vera ákveðinn hundraðshluti mánaðarlauna skal ákveðinn á aðalfundi.
6.mgr. Aðalfundur skal einnig ákveða hvernig innheimtu félagsgjalda skuli háttað.
7.mgr. Félagsmenn, sem ekki greiða árlega gjöld til félagsins, missa félagsréttindi þar til þeir eru skuldlausir við það.
4.gr.
1.mgr. Enginn fullgildur félagsmaður getur neitað að taka við kosningu til starfa í þágu félagsins, nema auðsæ forföll hamli, þó geta menn neitað endurkosningu, ef þeir hafa gengt störfum tvö ár samfleytt, eða tvö kjörtímabil. Rækur úr félaginu er hver sá félagsmaður, sem kærður er fyrir að vinna félagsskapnum ógagn, og það sannast, og er samþykkt á aðalfundi.
5. gr.
1.mgr. Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, sem kosnir eru á aðalfundi samkvæmt eftirfarandi reglum: Formaður skal kosinn til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir tveir í einu til tveggja ára og gangi árlega tveir úr stjórninni á víxl. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn reikninga og tvo menn í varastjórn til eins árs. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.
6.gr.
1.mgr. Formaður er aðalforsvarsmaður félagsins. Hann kallar saman stjórnarfundi og stjórnar þeim, og boðar til félagsfunda eftir ákvörðun félagsstjórnar.
2.mgr. Almennum fundum skal stjórnað samkvæmt fundarsköpum félagsins.
3.mgr. Ritari heldur gerðabók, og færir í hana ágrip af því, sem á fundum gerist og allar ályktanir funda
4.mgr. Féhirðir varðveitir alla fjármuni félagsins, og skal allt handbært fé geymt í sparisjóð. Hann innheimtir árstillög félagsmanna og greiðir alla reikninga, eftir að formaður hefur ávísað þeim. Hann semur ársreikning og gerir fulla frein fyrir fjárreiðum félagsins á aðalfundi.
5.mgr. Reikningsárið er almannaksár og skulu reikningar félagsins lagðir fram af skoðunarmönnum.
7.gr.
1. mgr. Heimilt er stjórn félagsins að leita skriflegrar atkvæðagreiðslu allra atkvæðisbærra félagsmanna, um þau mál, sem henni þykir mikilsvarðandi fyrir félagið.
8.gr.
1.mgr. Stjórn félagsins boðar til almenns fundar þegar þörf krefur að hennar dómi, eða ef minnst 10 félagsmenn óska þess skriflega, og tilgreina tilefni, með minnst 3ja daga fyrirvara, og eigi síðar en 10 dögum eftir að stjórn félagsins barst krafan.
2.mgr. Aðalfundur félagsins skal haldinn á tímabilinu frá mars til nóvember ár hvert, og skal hann boðaður með minnst 7 daga fyrirvara með auglýsingu á hverjum vinnustað, á heimasíðu félagsins og með rafrænum fjölpósti til félagsmanna. Allir almennir fundir, aðrir en aðalfundir, skulu boðaðir með minnst 3ja daga fyrirvara á sama hátt og aðalfundir. Þegar sérstaklega stendur á, má þó boða til almenns fundar með skemmri fyrirvara.
3.mgr. Sé boðað til fundar samkvæmt lögum þessum telst hann löglegur.
9.gr.
Þessi eru sérstök verkefni aðalfundar:
1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins sl. ár.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins og sérsjóða þess fyrir sl. ár.
3. Kosin stjórn og aðrir starfsmenn í þágu félagsins skv. ákv. 5.gr.
4. Teknar ákvarðarnir varðandi breytingar á lögum félagsins, ef fram koma.
5. Önnur mál.
10.gr.
1.mgr. Fundum skal stjórna samkvæmt fundarsköpum félagsins. Afl atkvæða ræður, en mál skoðast felld með jöfnum atkvæðum.
2.mgr. Til þess að breyta lögum og reglum félagsins þarf 3/5 greiddra atkvæða á löglegum aðalfundi. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast stjórn félagsins eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund.
3.mgr. Falli atkvæði jöfn í kosningum gildir hlutkestisreglan.
11.gr.
1. mgr. Ef fram kemur tillaga til stjórnar félagsins með undirskrift minnst 10% félagsmanna um að legga niður félagið eða sameina það öðru félagi, ber að taka tillöguna fyrir á aðalfundi og skal tillögunnar getið í fundarboði aðalfundar. Á aðalfundi verður tillagan að hljóta staðfestingar 3/5 hluta greiddra atkvæða.
2. mgr. Sé tillagan samþykkt á aðalfundi ber stjórn félagsins að boða til félagsfundar þar sem tillagan er kynnt og í framhaldi skal efna til alsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna.
3. mgr. Með tillögu um að leggja niður félagið eða sameina það öðru félagi þarf að liggja fyrir útfærsla á því hvað verði um eignir og skjöl félagsins er það er lagt niður eða sameinað.
Hafnarfirði, 2. október 2014.
Helluhraun 14 I 220 Hafnarfjörður
S: 555 3636 I Netfang: sthafn@sthafn.is
Opið samkvæmt samkomulagi
Mánud.-fimmtud. milli kl. 12-16
Föstud. milli kl. 9 og 12
Ⓒ Starfsmannafélag Hafnarfjarðar - Allur réttur áskilinn